við að þurfa að biðja um hjálp við það sem ég er vön að gera hjálparlaust. Ósátt við að geta ekki skrælað hráar kartöflur eða epli vegna verkja í úlnliðum eða skrúfað af krukkulok vegna verkja í fingrum. Ósátt við að vakna þreytt, með verki og eyða frídögum í að gera ekkert nema staulast um ófær um að gera neitt af því sem mig langar til. Ósátt við svo margt en nú er kominn tími til að hrista af sér eitthvað af þessu og viðra sig. Dagurinn er búinn að fara í að lesa upplýsingar um vefjagigt og aðra gigtarsjúkdóma. .
Ég held samt að ég treysti mér ekki til að fara og kaupa mér þrífót.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli