23. apríl 2009

Ljósið

Ég sé ljóslega að vinnan hefur áhrif á heilsufar mitt. Einhver spekingur sagði mér að mannslíkaminn væri ekki gerður til að sitja allan daginn og ég held að hann hafi rétt fyrir sér.



Heilsan er sem sagt upp og ofan, frekar upp í fríum en ofan þegar vinnuvikan er löng.


Þar fyrir utan er ég enn með ljósmyndadellu og finnst taka of langan tíma að fara í gegnum glás af myndum þegar ég verð ofvirk í gikkfingrinum. Það hlýtur að kallast gikkfingur á myndavélum alveg eins og á byssum.





Eftir myndaskothríð í allar áttir þarf að fara í gegnum alla súpuna, henda út, laga contrasta á þeim sem eru í lagi og kannski liti og birtu og ýmislegt annað. Svo er gallinn við að taka allt í raw sá að það þarf að vista myndirnar í jpg svo það sé hægt að nota þær og helst að vista svo raw myndina undir sama nafni og hina til að hægt sé að finna hana með góðu móti ef ég vil vinna þær eitthvað frekar. Kostirnir við raw eru auðvitað miklu fleiri en gallarnir en þetta tekur óneitanlega talsverðan tíma.





1 ummæli:

Gislina sagði...

Æðislega myndir hjá þér, sé að ég þarf að fara lesa mér til og byrja að smella af :-) og fá smá tilsögn