Síðasta vetrardag hafði ég á orði að gæsahúð væri algengasti íslenski sumarklæðnaðurinn en kvöld fékk ég gæsahúð af öðru tilefni.
Niðir í Óperu voru félagar Óperukórnum mættir á svið grímuklæddir í dökkum drungalegum fatnaði sem minnti á þjóð í torfhúsum þar sem mórar, skottur og útburðir ríktu í myrkri og kulda.
Dagskrá Óperukórsins í kvöld var tileinkuð íslenskum draugagangi, lögin og textarnir fjölluðu um þjóðtrú og drauga. Útburðarvæl og kvein heyrðist af sviðinu þar sem leikur og þjóðsagnalestur gerðu þetta að svo miklu meira en tónleikum. Þessi atriði voru ekki síður fyrir augu en eyru.
Þjóðvísur, ljóð og söngtextar. Jónas Hallgrímsson. Jón Leifs, Magnús Eiríksson, Jónas Árnason, Móðir mín í kví, kví, Amma og draugarnir, Garún og......
Ég mig langaði til að hafa textana, auðvitað hefði ég ekki getað lesið þá í myrkrinu en samt. Ég er ekki að ná textanum í háu tónum kvennraddanna. Það gleymdist samt þegar hópurinn las upp þjóðsöguna um djáknann frá Myrká og endaði tónleikan með laginu Garún.
Ég hafði ekki undan að sjá og heyra og það var eiginlega ekki fyrr en þau tóku lagið aftur sem aukalag og nú án leikræknna tilburða sem gæsahúðin fór virkilega að hríslast niður eftir bakinu. Frábær útsetning á þvi og frábærlega vel sungið.
Eftir magnaða tónleika kom ég út í sólsetrið þar sem vesturhimininn logaði frá gulu í gulrautt og gylltur borði lá eftir skýjabólstrunum við hafsbrún meðan gráblátt og fjólublátt dökknaði í gagnstæðri átt. Þá hefði ég getað hugsað mér að sitja uppi á 20 hæð og snúast hægt í hringi.
Það er ekki undan neinu að kvarta á svona kvöldum.
Hratt er riðið heim um hjarn
torfbærinn í tunglsljósinu klúkir.
Draugalegur, dökkklæddur
myrkradjákninn á hesti sínum húkir.
Tunglið hægt um himinn líður
dauður maður hesti ríður,
Garún , Garún.
Höggin falla á dyrnar senn
kominn er ég til þín enn ó Garún.
Öll mín ást í lífinu sem ég elskaði
og tilbað alltaf var hún.
Komdu með mér út að ríða
lengi hef ég þurft að bíða
Garún , Garún
Tvímennt er úr hlaðinu
út að bláu vaðinu smeyk er hún.
Djákninn ríður ástarsjúkur
holar tóftir berar kjúkur Garún.
Tunglið hægt um himinn líður
dauður maður hesti ríður,
Garún , Garún.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli