
Þá er fyrri hluti námskeiðs um ræktun ávaxtatrjáa búinn. Ég sé í hillingum haug af eplum og kirsuberjum á borðinu hjá mér eftir gott ræktunarsumar í garðinum hjá Flubbanum.
Gallinn er sá að það þarf að hafa fyrir þessu og garðurinn er ekki nema nokkrir fermetrar. Reyndar er garðurinn óskiptur en ég hef leyft mér að ,,eiga" þann hluta hans sem er bak við hjá okkur.
Nú velti ég vöngum yfir því hvernig eigi að koma fyrir epla og kirsuberjatré upp við vegginn og snúrurækta þau svo hægt sé að planta þeim þétt. Gluggarnir á veggnum takmarka svolítið vaxtarmöguleikana en þó er annað sem takmarkar uppskerumöguleikana enn meira og það er að ég er ekki viss um að ég hafi tíma og úthald í að dunda mér við að klippa og rækta eins og þarf.
Ég er samt ákveðin i að prófa eins og eitt kirsuberjatré hérna úti. Sjálffrjógvandi á hægvaxta rót. Þau bera oftast nokkra ávexti strax á fyrsta ári og bæta svo við sig jafnt og þétt.
Heima vantar mig skjólgott tún sem ekki er beitt á og það er bara ekki til.
4 ummæli:
´Mátt fá horn í mínum garði, skal meira segja kannski klippa af og til fyrir þig og dæturnar eru örugglega til í að vökva af og til :-)
Vá... þú verður að þyggja það. Svo getum við fimmm stetið og etið ávexti meðan við föndrum saman.
Prjóna og borða kirsuber. Hljómar vel.
Já, skal meira segja kaupa fleiri sumarstóla á pallinn :-) og á milli skellum við okkur í heita pottinn :-)
Bara sæla út í gegn :-)
Skrifa ummæli