Ég var að hugsa um að hafa fyrirsögninina ,,Nýtt ár gamlir lestir" eða ,,Nýtt ár nýir lestir" og gera hér heilmikla úttekt á gamla árinu og hvernig væri að fara inn í nýtt ár með alla gömlu lestina á bakinu en ég bara nenni því ekki.
Það er góður og gegn siður að gera heimspekilega úttekt á liðnu ári líkt og fréttamiðlar gera á þessum tímamótum og einhverntíma tek ég upp þann sið líka.
Þangað til læt ég mér nægja að segja gleðilegt nýtt ár við þá sem eiga leið hér um.
Ég fékk mér göngutúr í morgun og dáðist að íslensku veðri. Eins og sést á myndunum sem eru teknar með ársmillibili af fjárhúsunum ofan við Lónakot er veðrið ekki einhæft hérna.

1. janúar 2008

4. janúar 2009
2 ummæli:
Gleðilegt ár mín kæra, og takk fyrir þær fáu stundir sem við hittumst. Jólagjöfin mín til þín, verður hittingur yfir kaffiboll ein daginn :-)
Ég geng eftir því að þú skilir mér þeirri jólagjöf :)
Skrifa ummæli