Ég sá það áðan að það skiptir öllu málið að raða hlutunum rétt upp.
Það er sko ekki það sama að segja ,,Ég var í fríi einn daginn enn þar sem ég hafði ekkert að gera enda ekki hægt að gera neitt sniðugt á þessum tíma árs" eða segja ,,Ég vaknaði loksins fyrir hádegi, fór í ræktina eftir hádegið og svo í sund, heilsaði upp á gamlan vinnustað, heilsaði upp á gamlan mann og annan yngri, eyddi peningum í skartgripaefni, skilaði og skoðaði í gullabúð, hitti gamlan vinnufélaga frá Austurlandsdögum mínum, borðaði hollustu mat á Maður lifandi, bjó til súkkulaðikaffi, skrapp svo í andlega heilsurækt og endaði daginn á að horfa á tvo breska sakamálaþætti.
2.jpg)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli