2.jpg)
Í dag, nei í gær var afmælisdagur sem reyndist mörgum erfiður. Stundum langar mann til að segja svo margt en orðin duga svo skammt.
Tveimur dögum fyrr var annar afmælisdagur og ég heimsótti afmælisbarnið. Ég hef ekki tölu á þeim afmælisdögum sem við höfum heimsótt hana á eða þeim heimsóknum sem við höfum farið til þeirra hjóna. Þær eru þó síst of margar.
Ég er fegin að við skyldum öll fjögur fara þetta árið og þó ég ætlaðið ekki að stoppa lengi leið tíminn svo hratt að ég hrökk við þegar ég leit á klukkuna um leið og ég fór.
Ég er orðin svo gömul að nú met ég samverustundir og félagsskap fólks sem mér þykir vænt um meira en jólagjafir. Þessi heimsókn var góð gjöf til sjálfrar mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli