18. desember 2008

Á leið í sumarfrí

Ég á inn orlofsdaga og þarf að taka þá út eins og hægt er fyrir áramót. Einn og hálfur dagur eftir og svo er ég komin í sumarfrí til 6. janúar 2009.
Hugsa sér.
Ég ætla að nota það til að gera sem minnst, lesa Eragon, hlusta á Auðnina eftir Yrsu, fara með köttinn í aðgerð og leika mér í hinu og þessu.
Ég ætlaði að fara með Kennaranemann í stigagöngu í dag til að viðra hana en hún svarar ekki í símann. Sjálf ætlaði ég að ganga upp eina eða tvær hæðir þar sem ég er að komast upp úr verkjakasti og tilbúin að koma mér í annað en hvað geri ég án hennar.

Engin ummæli: