25. desember 2008

Gleðileg jól

Handhafi þessarar síðu óskar öllum sem inn á hana koma gleðilegra jóla!

Takk fyrir góðar kortakveðjur bæði heklaðar, ,,skrappaðar" sem og aðrar.

Kvöldið var ljúft, með góðum félagsskap, nægum mat og nokkrum pökkum. Þetta fyrst nefnda er allt og sumt sem ég hef væntingar um nú orðið enda hætt að taka því sem sjálfgefnu, hitt er ánægjuleg viðbót.
Nú er ég búin að sitja við tölvuna fram undir morgun við að flokka og raða myndasafninu, ég er farin að minna sjálfa mig á þá Ofvirku sem tekur til og raðar svo hún geti gengið að öllu á sínum stað til að læra og lætur stundum þar við sitja. Ég vona samt að ég hafi það af að koma afriti af ölllum mínum ný röðuðu gögnum á flakkarann sem ég eignaðist í kvöld svo ég eigi ekki eftir að sitja einhverntíman í framtíðinni með tárin í augunum yfir að hafa glatað öllu myndasafni síðustu 10 ára eða svo.
Með þessu er ég búin að hlusta á fyrstu þrjá kaflana í Auðninni en ef ég hefði lagti í að lesa hana sjáf væri ég búin með hana. Þá væri ég auðvitað ekki búin að raða myndum líka en yrði jafn slæm í herðunum á morgun svo..... Æ, mér tekst aldrei að halda mig á réttri línu.
Ég á frí til 5. janúar og þá ætla ég að vera búin að lesa Eragon. Já og þá ætla ég líka að vera búin að búa til og senda kortin sem ég ætlaði að búa til í Photoshop og senda í tölvupósti.
Ég reyndar sendi eitt en klikkaði eitthvað á stærðinni á myndinni svo ég fékk það í hausinn aftur og lét þá þar við sitja.
Ætli ég reyni ekki aftur seinna. Jólin eru jú líka á morgun.

Engin ummæli: