Ég er sátt enda verð ég komin heim aftur á sunnudag svo ég missi ekki af neinu þar. Kannski annarstaðar en það veður að hafa það, ég þrauka eina viku enn.
Já, ég á semsagt bókað flug í Egilstaði á morgun og til Reykjavíkur á sunnudag.
Það verður ljúft að stinga af úr vinnunni í nokkra daga.
Setti hérna inn tvær myndir sem mér fannst vanta inn í fyrirlesturinn í kvöld. Sú fyrri er úr minningargrafreit í Azerbaijan, hún sýnir legsteinatískuna á svæðinu en líka afleiðingar stríðsátakanna við rússa um það leiti sem landið var að öðlast sjálfstæði.
Á hinni eru rauðar rósir í minnismerki armena um þjóðarmorð tyrkja á armenum á árum fyrri heimstyrjaldarinnar.
Þar logar eldur allan sólarhringinn allt árið um kring.
Á þessum slóðum er eldfimt ástand og hatursástand milli þjóða. azerar líta á rússa sem erkifjendur og Gorbasjov gamla sem hryðjuverkamann. Milli armena og tyrkja er ástandið svo eldfimt að rússar gæta landamæranna þar á milli, azerar líta svo á að armenar hafi hertekið hérað í Azerbajan og væntanlega eru georgíumenn heitir út í rússana nú orðið þó mér hafi fundist þeir vera sú þjóð sem best lynti við alla sína nágranna.
Ást og hatur í einum graut.
Eftir ferðalag um svona svæði finnst mér voða gott að búa á eyju langt út í Atlantshafi.


Engin ummæli:
Skrifa ummæli