Ég er búin að sauma eitt stykki pils og lét Flubbann fara í því þó mér finnist ég þurfa að laga fráganginn á nokkrum stöðum ennþá. Ég er með eitthvað gamalt á borðinu sem mig langar til að laga svo það sé nothæft. Flubbinn segir að ég sé búin að sauma nóg í bili enda farin að kvarta um hausverk.
Kennarinn er búinn að hringja í alla sem hafa lykla að íbúðinni hjá honum til að athuga hver hafi komið til hans í gær, dregið frá öllum gluggum fært til dót á skápunum hjá honum og farið síðan.
Þetta er í annað skipti sem þetta gerist, hitt var þegar við vorum úti og Flubbinn kom til hans til að gefa kettinum. Þá var búið að draga frá gluggunum og skrúfa fyrir vatnið á baðinu, en það er alltaf látið dropa úr krana þar því kattarskrípið drekkur bara rennandi vatn.
Enginn kannast við að hafa farið inn til hans. Í hvorugt skiptið.
Skrítið.
Annars er ég að velta því fyrir mér hvort ég á eða á ekki að fara í afmæli. Ég er með hausverk en hann versnar nú sjálfsagt ekki við það, ég þarf að kaupa einhverja afmælisgjöf en ég hlýt að ráða við það þrátt fyrir kreppuna en mig langar meira upp í rúm að leggja mig þessa stundina. Ég held að ég sé komin með svefnsýki.
Já og svo er ég komin með aðgang að Photoshop og nú er engin afsökun fyrir því að fara í gegnum myndirnar, laga þær til og koma þeim í röð og reglu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli