17. nóvember 2008

Fyndin

Stundum finnst mér ég bráðfyndin en ég held að það finnist það ekki öllum í kringum mig. Ég skil ekki hvers vegna.
Allavega er ég búin að afkasta helling í kvöld. Finna aðganginn minn að síðunni sem ég opnaði fyrir bæinn minn í fyrra, setja upp tilkynningu um niðjamót, setja upp slideshow með gömlu myndunum á síðuna og stofna viðburð á facebook (mig vantar góða þýðingu á það orð) og úr því ég er orðin svona flikn ætla ég að setja slideshow á mína síðu líka. Slideshow, hvað er það á góðri íslensku.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skyggnilýsing hoho

kv
shg