24. ágúst 2008

Bakstur

Eftir þessa sjúklegu menningarnótt mína var ég komin á fætur við fyrsta hana gal í morgun. Kveikti meira að segja á sjónvarpinu til að fylgjast með handboltanum en komst fljótt að því að það væri betra að hamast með ryksuguna um húsið en sitja í sorg yfir leiknum. Þetta er eins og einhver sagði ,,ef þeir ná bronsinu vinna þeir leik en ef þeir ná silfrinu tapa þeir leik".
Mér finnst nú samt auðvitað handboltalandsliðið vera búið að standa sig vel. En ekki hvað, þeir komust á verðlaunapall.
Annars horfi ég aldrei á hvorki fót- eða handbolta nema fyrir einstaka slysni ef ég er að bíða eftir öðru sjónvarpsefni en það sem ég sé fær mig til að hugleiða hvers vegna ó ósköpunum fólk fjölmennir á fótboltaleiki en ekki á handboltaleiki sem eru þó mun fjörlegri íþrótt en hitt helv..

Annars átti þetta að vera um bakstur.
Ég lofaði því að baka tvær kökur á Glæsimarkaðinn sem á að vera í Perlunni næsta laugardag og úr því ég fer að fikta í hrærivél og ofni langar mig til að baka brauð.
Ég sé hvað setur.

Engin ummæli: