Ég kom við í Heilsuhúsinu í dag og keypti mér krydd. Við kassann rakst ég svo á uppskriftir að hráfæði og nýjungagirnin lét alvarlega á sér kræla og síðustu tímana hef ég verið mjög upptekin við að skoða uppskriftir á netinu. Hráfæði, grænmetisfæði og allt mugligt fæði. Meðal annars datt ég inn á liknkinn að CafeSigrun og ef klukkan væri ekki farin að ganga tíu á laugardagskvöldi væri ég byrjuð að elda. Eiginlega bara af því hún skrifar þann skemmtilegasta formála að uppskriftum sem ég hef lesið.
Svo sé ég að tvíburarnir eru í Sevilla og ég vildi gjarnan vera þar líka þrátt fyrir 37 stiga hita.
Ég veit að ég má ekki sitja með fartölvuna í fanginu heldur sitja við borð með alvöru lyklaborð en ég gleymdi mér og kannski hefnist mér fyrir það á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli