Og í staðin fyrir gönguþreytuna þjáist ég nú af loftrýmisþreytu. Hverjum datt þetta orðskrípi eiginlega í hug? Ég hefði haldið að loftrými væri lítið annað og meira en lofthelgin. Orð sem hefur dugað okkur ágættlega hingað til en er sennilega ekki nógu ,,fræðilegt" fyrir þá sem þurfa að upphefja sig með orðskrípum.
Nema ég sé að misskilja þetta og loftrými sé sko allt annað en lofthelgin okkar gamla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli