1. maí 2008

1. maí

Jæja, þá er kominn fyrsti maí og ég er búin að jafna mig á skeytingarleysi forsvarsmanns fyrirtækisins í garð lifandi blóma. Ég tók friðarliljuna sem ég er búin að vera að hjúkra frá því við fluttum og færði Gamla manninum hana, hún var byrjuð að blómstra og á örugglega eftir að fá góða umönnun hjá honum. Hann fékk nú samt vægt áfall yfir stærðinni á pottaplöntunni en fann samt þæglegt horn handa henni að standa í.
Þá þarf ég bara að koma þremur í viðbót í fóstur og ég held að Píparinn ætli að taka þau að sér, hann vill endilega hafa blóm þó hann sé 3-4 vikur í einu að heimann. Við finnum væntanlega einhverja lausn á því máli, annaðhvort vökvunarkerfi eða húshjálp.

Það var ferming fyrir viku síðan, ég mætti meira að segja í kirkju! Tónleikar á þriðjudaginn, flubbinn minn söng með rödd sem ég þekkti ekki. Ferlegt þegar söngkennarar eru að flakka með nemendur milli radda. Henni hefur nú farið talsvert fram frá síðustu nemendatónleikum sem ég fór á hjá henni.
Amma hennar fór líka og var að sjálfsögðu upp með sér af sönghæfileikum nöfnu sinnar. Hún hefur þá væntanlega farið heim stolt og ánægð með nöfnurnar sínar tvær, önnur bauð henni í fermingu og hin á tónleika.
Ég er búin að vinna, vinna aðeins meira, snúast með gestinn sem var hjá mér og kemur í bæinn af illri nausyn á nokkura ára fresti. Við skoðuðum Knarraróssvita og Reykjanesvita og Góða hirðinn og tuskubúðir og eitthvað fleira. Ég hefði viljað fara eitthvað meira en einhvernveginn dugir timinn aldrei í allt það sem maður ætlar að gera.

Í dag nenni ég ekki að vinna, langar að ganga niður að Lónakoti og fara svo í sund. Og auðvitað taka aðeins til hendinni heima hjá mér
En ég eyði tímanum í að blogga, skila af mér lítilli fundargerð sem átti að vera búin fyrir löngu og svo leggst mér eitthvað fleira til sem ég get eytt timanum í.
Mamma skildi við útvarpið á heimilinu stillt á Rás 1 svo nú er ég að hlusta á messu.
Skrýtið.

Engin ummæli: