17. apríl 2008

Lasin eða með svefnsýki


Ég gafst upp í vinnunni í dag og lagði af stað heim til að skríða undir sæng. Ég gat ekki stillt mig um að koma aðeins við hjá Sjúkraliðanum til að sjá þessa frábæru bók sem hún þóttist vera að teikna upp úr. Ég fletti bókinni, borðaði hrökkbrauð, fann út hvert jeppaleiðirnar okkar lægju í sumar, fékk svo teppi og annað teppi og svaf í sófanum í tvo tíma eða svo.

Ég lág svo áfram undir teppunum langt fram á kvöld og góndi á sjónvarp þangað til síðustu heilafrumurnar voru lagstar í dvala. Til að koma þeim í gang aftur prófaði ég að teikna nokkra hausa úr þessari frábæru Cartoon bók áður en ég fór heim til að aðstða við kosningaræðu.

Ég er að hugsa um að sofa í alla nótt og allan morgundaginn til að sjá hvort ég hressist ekki.

Ég þarf að vera útsofin annað kvöld þegar ég fer að taka út vinninginn í selagetrauninni.

Engin ummæli: