20. apríl 2008

Í gær og í dag

Í gær vaknaði ég með vormaníuna, dreif mig út að labba og þegar ég kom heim var ég til í að finna mér einn eða tvo garða til að taka til í eða taka til heima hjá mér og halda svo áfram að ganga úti í vorinu en- ég fór að vinna og vann allan daginn.
Í gærkveldi sofnaði ég með þá sælu hugsun í kollinum að ég þyrfti ekki að fara að vinna þegar ég vaknaði heldur gæti ég farið út að labba, tekið svo til hjá mér, skipt á blómunum og tekið til í garðinum.
Í morgun fór ég út að ganga, kom heim og langar mest undir sæng, líka með höfuðið. Hvert fór vormanían og er ekki maðurinn skrítin skepna.

Engin ummæli: