Feðgarnir fóru til London í gær, horfðu á hundlélegan bolta í dag og fóru svo að skoða borgina, báðir jafn áttavilltir og ólæsir á kort. Þeir sögðust hafa saknað mín, ég býst við að það hafi eitthvað með fyrrnefnd vandamál að gera.
Ég fékk svo sms frá syninum í kvöld þar sem hann bað mig að finna nafnið á götunni sem hótelið hans stendur við og jafnframt að hann væri að verða rafmagnslaus!
Það er hressandi að fá þær fréttir að litla barnið mitt sé eitt á þvælingi í stórborg, leitandi að hóteli sem hann veit ekki hvar er og með rafmagnslausann síma.
Ég reddaði þessu auðvitað áður en síminn hans ,,dó" og hann er kominn heim á hótel heilu og höldnu.
Himininn hefur hrist yfir okkur ógrynni af snjó undanfarið og mér líkar það ekkert illa, myndi samt þiggja að fara til London í 13 stiga hita og sólskin í tvo eða þrjá daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli