16. janúar 2008

Umgangspest

Ég áttaði mig á því þegar ég var komin í vinnuna í morgun að heilsufarið væri óvenju vont og eiginlega orðið réttlætanlegt að vera bara heima í dag. Ég þraukaði samt fram yfir hádegi í þeirri trú að ég sé allt að því ómissandi starfsmaður þó ég hafi aldrei hlotið titilinn starfmaður mánaðarins. Fór svo heim og svaf í tvo eða þrjá tíma og er að hugsa um að sofa eins og 10 tíma í nótt líka.
Ég verð heima á morgun en blóm og kransar eru ekki afþakkaðir. Vildi þó gjarnan frekar vínber en kransa.
Ég ætlaði að setja upp orkeringar örnámskeið fyrir vinkonu og vinnufélaga en ætli því verði ekki frestað um viku.

Langar til að gera eitthvað skemmtilegt en gallin við að vera í lasleikafríi er að maður hefur svo litla orku í að gera eitthvað skemmtilegt. Þegar ég mæti svo í vinnuna aftur þarf ég örugglega að hafa með mér bréfpoka til að anda í annað slagið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooo....

Nafnlaus sagði...

Farðu vel með þig og láttu þér nú batna... getur þú ekki bara verið veik þar til þeir eru búnir að laga allt húsið....

Hafrún sagði...

hehehe, veikindafrí í 6 til 12 mánuði.
Þú færð ekki frí í kvöld!