Ég smelltil á einn tengilinn undir ,,Áhugavert" á síðu hjá vinkonu minni í morgun þegar ég sötraði morgunkaffið. Þessi áhugaverið linkur hennar hafði lítið til málana að leggja annað en að Facebook væri það allra heitasta á netinu í dag. Ég lagði ekki í það þá að skrá mig inn í fyrirbærið en þegar ég átti póst frá ,,kunningja" áðan þar sem mér var boðið að skrá mig í dæmið sló ég til.
Sendi síðan póst á fullt af fólki sem ég þekki og þekki ekki en er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera af ýmsum ástæðum í adressubókinni minni á gmeilinu. Ég efast um að þau þekki mig öll undir réttu nafni!
Ég þarf svo að finna út úr því hvað þetta heita, feita fyrirbæri er og hvernig það virkar!
Ég held reyndar að annað afkvæmið sé þarna en hafi samt ekki boðið mér aðgang. Humm.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli