Bíllinn minn fékk fimm lítara af olíu og rauk í gang. Jæja, það eru auðvitað ýkjur að segja að hann hafi rokið í gang en það þurfti allavega ekki að losa einhvern helling af rörum og dæla upp olíu, hann gerði það sjálfur og ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað þetta er snilldarlegt ökutæki.
Hvað er fólk að kvarta þó það glamri svolítið í mælaborðinu, ballansstöngin sé í skottinu og helmingurinn af pústinu í ruslinu.
Ég held nú samt að ég þurfi að kaupa perur í mælaborðið fljótlega svo ég sjái á olíumælinn, það er orðið dimmt að morgni, um kvöld og miðjan dag eða alltaf þegar ég sit i bílnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli