Ég er búin að vinna af mér vinnuskylduna á gamlársdag með því að leika mér. Leika mér við að setja inn upplýsingar á starfsmannasíðu nýju vefsíðunnar sem vonandi fer í loftið fljótlega. Þar sem stór hluti starfsmannana var ekki með mynda af sér á gömlu síðunni fann ég bara myndir við hæfi til að setja inn. Þær eru misjafnar og sumar teknar af jólaskrautinu mínu, aðrar fundnar á netinu.
Netið er snilldar uppfinning þrátt fyrir alla þess galla eða öllu heldur hvernig gallaðir menn misnota það. Ég googlaði nokkra einstaklinga sem ég vinn með og sjá, ég fann myndir af þeim.
Klippti nokkrar til og lagaði og setti þær inn, einn fékk nú bara mynd af baklutanum af sér og konunni á árbakka uppi á fjöllum, í önnum við að losa fjallabílinn sinn úr krapaelg við árbakka. Mér fannst sú mynd mun skemmtilegri en myndin af honum með baukinn sinn í fjallakofa.
Það ber að taka fram að leikaragangurinn með myndirnar var ekki hluti af vinnuskyldunni.
Nú er ég að hugas um að taka til í því sem ég er búin að trassa og trassa og ....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli