21. desember 2007

Merkilegt

Sórmerkilegt að fólki skuli detta í huga að heimta eitthvað á þessum árstíma annað en jólagjafir. Nú þarf ég að vinna heila helv. helling og það við allt annað en ég ætlaði mér þegar ég tók upp úr kössunum eftir flutninginn.
Annars er það helst héðan að frétta að glugginn minn snýr ekki að Engjasmáranum, aftur á móti horfi ég þangað þegar ég fer í kaffi. Glugginn minn snýr að Esjunni sem ég því miður sé mun minna af en á gamla staðnum og ég er frekar niðurdregin þegar ég hugsa um útsýnið þar.
Ég er búin að setja rauða blómaseríu í glerkúlu í gluggann minn svo ef þið sjáið rauða týru sem rýnir í austur átt þá tilheyrir hún mér.
Það er búið að setja hurðir á báða stigagangana og fyrir lyftuganginn líka svo við sem sitjum næst lyftuopunum þurfum ekki lengur flísteppi og ullarsokka sem aukabúnað, aftur á móti er orðið ansi þungt og loftlaust hérna þar sem gluggaopnun á að vera stýrt með sjálfvirkum mælum og veðurstöð og við eigum eftir að sjá hvort það fullnægir okkar kröfum um hreint loft og súrefni.
Þangað til eru það stuttbuxur og hlýrabolir!
Hækkanlegt skrifborð hefur verið draumavinnuaðstaðan lengi og nú er best að njóta þess og fara að vinna.

Engin ummæli: