26. desember 2007

Jólin koma og jólin fara

Og ég er búin að lesa Litbrigði galdranna sem er auðvita hrein snilld þó hún missi eitthvað af snilldinni í þýðingu en það er alltaf við því að búast. Ég átti eiginlega ekki von á að það væri hægt að þýða Terry Pratchett svo vel færi, hélt að það væri þá löngu byrjað á því.
Arnaldi lauk ég svo af í gærkveldi og á þar með að geta skilað honum á bókasafnð á morgun, hann átti að vera kominn þangaði fyrir viku síðan. Harðskafi kemur lítið á óvart, fléttan er góð og Erlendur endurtekur sig frá fyrri sögum, það er spunninn meiri þráður í persónuna en mikið endurtekið og í morgun renndi ég í gegnum Mary Higgins Clark svo ég geti skilað henni líka á bókasafnið. Arnaldur stendur sig betur í persónusköpun en sú ameríska.
Næst á að fara út að labba og undirbúa ármótaheitin um breytta og betri lífshætti í þeirri von að það geri mér kleyft að labba á fjöll í sumar, allavega fell. Von hefur aldrei skaðað neinn, það hefur vonleysi aftur á móti gert.

Engin ummæli: