3. október 2007

Nástaða

Nástaða á ekki við um standandi nái heldur um nána stöðu orða í ritmáli. Dæmi: Þegar maður keyrir niður Laugaveginn getur maður ekki beygt inn á Skólavörðustíginn því þá er maður farinn að aka móti einstefnu og það á maður ekki að gera ef maður vill ekki fá það óþvegið hjá lögreglunni.
Þetta er semsagt nástaða á orðinu maður og það vill maður ekki sjá í texta. Endurtekning er að vísu oft notuð og er vinsælt stílbragð í ljóðum en það er allt annað en nástaða, eða hvað?

Það er gaman að þessu þó ég sé eins og álfur út úr hól þegar kemur að því að vita hvað er ópersónuleg sögn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður minn hvað maður hljómar gáfulega núna....
Hittingur á morgun??