25. október 2007

Námskeið

Ég velti því fyrir mér í örstutta stund í kvöld að sleppa námskeiðinu sem ég er skáð í á fimmtudagskvöldum í nokkrar vikur en sá svo í hendi mér að ef ég væri að borga fyrir námskeið væri best að mæta á það.
Ef ég hefði skrópað í kvöld hefði ég misst af svo miklu, til dæmis því að fyrir 140 árum skrifaði kona systur sinni bréf.

Hún skrifaði:
,,Ég lagði mig niður að henni og heyrði hana eigi anda. Ég lagði mína brennheitu kinn við hennar föla, hún var tekin að kólna, og dauðanns nístandi kuldi fór þá líka gegnum mig."
Jakobína Jónsdóttir 1867


Mér verður hugsað til minningargreina á síðum Morgunblaðsins á 21. öldinni.

Engin ummæli: