Mér leiðist. Búin að sofa í mest allan dag og nenni ekkert að gera enda ekkert hægt að gera þegar maður er lasinn. Svo er ég eins og konan í auglýsingunni hjá VR, vinnan tekur svo mikið pláss á heimilinu að ég hef ekki eirð í mér til að gera neitt skemmtilegt s.s. að plana akstur um Þýskaland og Tékkland á næsta ári. Mig vantar reyndar kort af Þýskalandi, hvers vegna í ósköpunum keypti ég það ekki í Köln? Spyr sá sem ekki veit.
Svo er ég í nart kasti, af hverju ætli enginn láti sér detta í hug að færa mér tyggjó.
1 ummæli:
Hvenær ætlar þú að láta þér vera batnað...
Skrifa ummæli