16. október 2007

Gleymin!

Ó já ég er gleymin, svo gleymin að þegar ég var búin að fletta upp ákveðnu heimilisfangi á netinu í dag var ég búin að gleyma húsnúmerinu þegar ég var komin út í bíl. Dagurinn í dag var að vísu með þeim verri. Ég gleymdi samt ekki að laga það sem ég ætlaði að laga í gömlu aukavinnunni, ég gleymdi bara lyklunum að vinnustaðnum einhverstaðar.
Auðvitað bjargaði ég samt málum fyrir horn, geri ég það ekki oftast Sjúkraliði?

Svo er ekki hætta á að ég fái ferðaveiki á næstunni og- ég vona að ég geti sofið heila nótt einhverntíma í náinni framtíð.

Engin ummæli: