Fyrrum vinnufélagi skammaði mig fyrir að blogga of sjaldan, Græna konan undrast skort á gulrótum, Sjúkraliðinn segir að ég bloggi of sjaldan, Tvíburinn með hvirfilvindinn í kollinum segir að gigtarlyfin sem eru ekki í raun gigtarlyf, geti valdið hraðri þyngdaraukningu, ég er ekki að fara út að labba á hverjum morgni, bíllinn minn er ennþá dekkjalaus, verkefnin í vinnunni sem áttu að vera búin í síðasta mánuði eru ennþá ókláruð í hrönnum, ég er að vinna á laugardegi til að hreinsa upp og fæ klígju við að horfa á skrifborði, ég á tvær fundargerðir óskrifaðar, það fara að skella á ný vsk skil, fötin mín hafa minnkað og mér finnst óþægilegt að finna að útlimir hafa aðra lögun en þeir höfðu fyrir tveimur mánuðum, ístöðuleysi mitt í fæðisinntöku fer taugarnar á mér, allir mínir bankareikningar eru galtómir og kreditkortið ekki greitt að fullu þannan mánuð, þökk sé innleggjum og kiropraktorum. En þrátt fyrir allt þetta ákvað ég í morgun að þegar ég færi fram úr rúminu á morgnana ætti ég að hætta að hugsa, henda mér í íþróttabuxur eða föðurlandið svo beint fram í forstofu og tína þennan fína goritexútivistarfatnað sem við mæðgur eigum ýmist í sameign eða séreign utan á mig og sjá hvort hann væri enn vatnsheldur.
Úlpan var vel vatnsheld en regnbuxurnar sem ég fann leka aðeins á annari skálminni.
Það var vindur og rigning og Kópavogurinn grár og úfinn á köflum.
Sem sagt yndislega hressandi gönguveður og lífið er ljúft í rigningu við fjöruborði.
4 ummæli:
yndislegt þegar þú bloggar bestust hehehe
hafðu það sem allra best :-)
Okkur Herdísi finnst rigningin líka góð í Kopavogi :-)
Ég þurfti að hugsa málið lengi til að átta mig á þessari Herdísi en ég býst við að það sé bara fyrra nafnið :)
Bara eitt af þremur :-)
okkur Heiðu og Jing finnst líka góð rigninginn
Skrifa ummæli