Byrja daginn á því orðið að leggjast á gelpoka sem ég tek beint úr frystinum, ég hló að manninum sem sagði mér að liggja á þessu til að draga úr bólgu í baki, þegar hann varaði mig við að sofna ekki með frosna pokanan á bakinu en....
Staðreyndin er sú að það sækir á mig svefn við að liggja með frosið gel við bakið í korter. Ég reif mig nú samt upp úr sófnum, er sest við tölvuna og er að hugsa um að vinna í nokkra klukkutíma.
Aukavinnan bíður svo eftir mér á morgun, þar þarf ég að fara að hreinsa upp síðasta ár svo ég sé endanlega laus.
1 ummæli:
Virkar tölvugarmurinn?
Er ekkert á dagskrá að ganga eitthvað? eða þolir skrokkurinn ekki einu sinni göngur lengur?
Skrifa ummæli