17. ágúst 2007

Nýja lúkkið

Ég er nú ekki frá því að ég sé sammála sumum um nýja útlitið og að ég talin nú ekki um hvað það er miklu auðveldara að setja inn tengla og ýmsa aðra hluti, sem ég á að vísu eftir að gera tilraunir með, gallinn er hins vegar sá að ég hélt að ég gæti coperað hluta af gamla kóðanum og þá þann sem innihélt tenglana mína inn á nýju útgáfuna en það er ekki hægt.
Ég þarf að klippa hverja slóð út úr kóðanum en það kemur hægt og bítandi. Svo á ég auðvitað eftir að athuga hvort ég get ekki breytt litum og letri og svona sitt lítið af hverju tagi.
Annars kom ég mér í það með bölvaðri afskiptaseminni að hjálpa til við þarfagreiningu á væntanlegri vefsíðu fyrirtækisins. Auðvitað hef ég afspyrnu gaman af að skipta mér af svona hlutum en það tekur bara upp þennan litla tíma sem ég hef aflögu því ekki bíða önnur verk meðan ég sinni þessu.

Ég skráði mig á námskeið hjá Endurmenntun HÍ í dag, reyndar á sama námskeið og ég skráði mig á í fyrra en þá fór ég í gallblöðruaftöku í staðinn, vonandi tekst þetta núna.

Engin ummæli: