3. júní 2007

Fjarvinna og húsbrot

Fjarvinnan er ekki alveg jafn auðveld og nærvinnan, aðallega vegna þess að ég kann ekki að vinna á fartölvulyklaborð. Finnst hundleiðinlegt að hafa ekki talnalyklaborði við hægri hendina og svo er ,,plús" takkinn ekki að virka á þessu og hvernig á maður þá að vinna eins auðveldlega á forritið og ég er vön.
EN- það eina sem hefst upp úr því að velta sér upp úr svona hlutum er pirringur og ekki vinn ég hraðar með því móti.
Ég lagðist í húsbrot og bílahnupl í sveitum landsins. Ég tók einhverntíma loforð af eldri Super Mario bróðirnum um að ég mætti nota tölvuna hans og nettenginguna til að vinna ef ég fengi að taka vinnu með mér út úr bænum og ég geng út frá því sem vísu að þetta sé ótímabundið og jafnvel ævilangt loforð um aðstöðu og veð hér inn þó hann sé að leika sér í öðrum landshluta.
Akstur milli netsambandsins og svefnaðstöðunnar heimtaði ég svo hjá fjáreiganda sem ég taldi mig eiga inni greiða hjá akstur fæðingarhjálpina sem ég var látin inna af hendi áður en mér tókst svo mikið sem að segja ,,Gott kvöld börnin mín" þegar ég kom austur. Til að lostna við rúntinn var mér bara boðinn bíll að láni og ég sagði að sjalfsögðu bara ,,já takk" enda fullyrðir þessi fjáreigangi að maður eigi alltaf að þiggja það sem manni er boðið ef það komi að einhverjum notum og ekki vera með einhverja óþarfa hægversku sem komi manni bara sjálfum í koll.
Og hana nú!
Best ég fara þá að reyna að koma einhverju í verk, bara eitt búið en fimm eftir!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

BÓKHALDIÐ Á DAGINN OG FJÁRSTOFNINN Á NÓTTUNNI EÐA HVAÐ ????