Vegna gífurlegra anna var Esjuröltinu breytt og ég labbaði í fylgd Sjúkraliðans einn hring í vesturbæ Kópavogs. Eiginlega var þetta ekki hringur heldur fram og til baka leið, það er svo gott að ganga meðfram sjónum að ég heimtaði að fara sömu leið til baka. Annars er þetta sama göngleiðin og ég fór meðan ég nennti út á morgnana. Ég þarf að fara að taka þann sið upp aftur.
Ég held að það væri ráð að vinna minna og ganga meira.
Ég er eiginlega farin að hlakka til að komast á eftirlaun, verst hvað séreignarsparnaðurinn verður lítill, hann dugir varla í margar heimsreisur. Ekki hjá fólki sem byrjar ekki að leggja fyrir í séreignarsjóð fyrr en á gamals aldri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli