Ég hef verið haldin óskiljanlegri þreytu síðustu tvo daga, eftir stuttna vinnudag hefur mér liðið eins og ég hafi verið að taka þátt í hálfmaraþoni. Ég held að ég sé komin með skýringu á því, ég er komin með einhverja óláns pest. Vonandi verður það stutt og laggott, ég hef ekki tíma fyrir veikindi.
Ætlaði í Sögusafnið í Perlunni áðan en þar var löng röð og ég hef ekki húmor fyrir biðröðum núna, ætlaði þá upp í kaffiteríuna og fá mér einn kaffibolla en þar var þá lokað. Ég gerði ekki fleiri tilraunir til að njóta dagskrár Vetrarhátðíðar, fór heim og get ekki haldið mér vakandi mikið lengur. Ætla ekki einusinni að reyna að lesa bókina sem ég var að keppast við að lesa í Þórsmörkinni um síðustu helgi. Ég er búin að komast að því að ég kemst ekki í gamla góða lesgírinn fyrr en ég er komin út úr bænum. Ég þarf greinilega að fara oftar.
Reyndar á ég jólabók í plastinu ennþá, kannski ég taki hana upp snöggvast hún er þeim kostum gædd að það er nóg að lesa nokkrar línur til að innbyrða heilmikið efni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli