24. febrúar 2007

Brot

....
einn af þessum dásamlegu kyrru sunnudögum,
þegar sólin skín yfir jöklana
og allur saltfiskur er genginn til þurðar
og rúgbrauðið og kartöflurnr
þá læðast nokkrir skegglausir útilegumenn
um leynistigu rauðra hrauásanna við heiðarvatnið
með hakasköft að vopin...
og hálslöng svanahjón, sem ugga ekki að sér
í fjaðraleysi og sárum.

Ég drap þau ekki sjálfur, en ég var með í förinni,
kreppti fingur um hakaskaftið,
og ég át. Ég át þann dag
fegurð fjallanna, rómantík skáldanna,
soðan í Eyvindarhver.

Jón úr Vör



Og eftir svona lestur fer maður undir sæng með hringiður við hjartað.

Engin ummæli: