20. febrúar 2007

Aflýsingar og frestanir

Ég ætlaðið að afboða mig í mína vikulegu Esjugöngu en þá sá ég þetta á vefsíðu FÍ í dag
,,Myndakvöldi FÍ aflýst
Myndakvöldi FÍ sem vera átti annað kvöld, miðvikudaginn 21. feb hefur verið aflýst vegna forfalla. Næsta myndakvöld FÍ verður því í mars. “
og með þessu breytast mín plön líka. Kannski mér nægi að fresta gönguferðinni á miðvikudaginn til kl. 7 um kvöldið. Bara taka með sér ljós og arka af stað. Vonlaust að komast klukkan hálf sex því það var eini tíminn sem sumir gátu fundið fyrir félagsmálapakkann í vikunni.
Á fimmtudag er svo ættarmótsniðjatalssögunefndarfundur og einhver plön voru um Austurlandsferð en ég held að henni sé aflýst líka.

Engin ummæli: