28. janúar 2007

Vinnusvik

Ég á að vera að sinna aukavinnunni en gat ekki stillt mig um að svíkjast um og flakka aðeins á netinu.
Kíkti á síðuna hjá Ferli, sem ég geri sjaldan orðið því ég pirra mig ekki á því á meðan að komast ekki með í grúskferðirnar þar. En þessi síða er gullnáma og ég þarf að muna að prenta út af henni áður en ég labba niður að Lónakoti næst. Nýtt útlit á síðunni er mun aðgengilegra en á þeirri fyrri og leitarmöguleikinn sem er kominn inn er bráðnauðsynlegur þarna.

Las lýsinguna af göngu Ferlis yfir Leggjarbrjót 1.1. (og ég þóttist góða að labba í Hraununum 1.1.) og er sannfærð um að mér hentar að ganga með þeim sem fylgja gömlum leiðum og rifja upp örnefni og söguna frekar en þeim sem hlaupa beint af augum og hafa það helsta markmið að hreyfa sig og helst að komast á einhvern toppinn. Verst hvað forustusauðurinn í Ferli fer hratt yfir, ég legg ekki í að ganga með þeim.

2 ummæli:

Hafrún sagði...

Það er ekki málið gamla mín, viltu líka finna vörðuðu leiðina yfir Leggjabrjót og götuna sem lág frá Lónakoti að selinu og svo frv.

Hafrún sagði...

Þú kemur bara með mér með Ferli svo þú getir kennt nemendum þínum fornleifagrúsk, ég hef ekki það sem þarf í að finna allar þessar menningarminjar, til þess virðist þurfa rannsóknarlögreglu.