28. janúar 2007

Georgía er í vesturhluta Kákasus og liggur við austurströnd Svartahafs, á landamæri að Armeníu, Tyrklandi, Azerbaidjan og Rússlandi. Íbúar Georgíu eru um 4,7 milljónir og meirihlutinn aðhyllist kristna trú. Þetta land er eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi og þar kom Stalín í heiminn.
Langstærsti hluti íbúanna eru Georgíumenn en þauk þess armenar, rússar, aserar auk nokkura annara þjóðarbrota.
Georgíska er opinbert tungumál í Georgíu. Málið tilheyrir suðurkákasískum málum eða kartvelískum málum. Uppruni georgísku er óljós en málið er ekki skylt neinum af helstu tungumálum heims.
Saga og menning svæðisins nær aftur til fjórðu eða fimmtu aldar fyrir krist og lesmál um söguna of mikið til að ég leggi í að komast í gegnum það á ensku. Það er lítið af bókum á íslensku um málið. Kannski plægi ég í gegnum eitthvað af þessu seinna. Læt mér nægja í bili að setja inn hérna klausu eftir Jóhönnu Kristjóns um Kákasuslöndin.
Kákasuslöndin þrjú hafa um allar tíðir verið einstakt svæði. Öldum og jafnvel árþúsundum saman hafa þau verið brú milli heima, skjól þjóða á flótta og eldgamalla ættbálka. Þar hafa dafnað og hnigið veldi keisara sem hirðingjahópa. Það er ekki lengra en nokkrir áratugir síðan karlar í ýmsum héruðum Georgíu klæddust búningum fornmanna og sveifluðu sverðum.




(Heimildir: Vísindavefur HÍ, internetið og fl.)

Engin ummæli: