13. janúar 2007

Seint eða snemma

Ég ætlaði að fara snemma að sofa en er ekki viss hvort þetta er snemma á laugardagsmorgni eða seint á föstudagskvöldi.
Ég ætla allavega að gera mitt besta til að sofa fram eftir í fyrramálið svo ég verði ekki sofnuð um miðnætti annað kvöld. Það átti og á nefnilega að fara út að borða og í bæinn að skoða næturlífið.
Kannski ég slái svo bara upp partýi á Hótel Centrum. Ég ætla að nota jólagjöfina 2005 og gista þar næstu nótt. Óþarfi að láta vinnuveitandann eyða peningum í gjafakort sem ekki eru notuð. Verst að hafa ekki náð i fleiri, ég veit að þó nokkur verða ekki notuð. Þá hefði ég getað haft partý út um allt hótel.

Svo var mér aldrei þessu vant boðið í partý annað kvöld en þá er ég bara bókuð á Argentínu. Það er lítið réttlæti í þessum heimi að það skuli allt þurfa að hlaðast á sömu dagana loksins þegar eitthvað gerist.

Svo er búið að ákveða Þórsmerkurferð aðra helgi í febrúar. Ég ætla að fara ef ekki rignir eldi og brennisteini!

Engin ummæli: