8. janúar 2007

Lasleiki og hakkabuff

Eftir hitavellu, svima og slappleika helgarinnar ákvað ég að vera heima í dag og safna kröftum fyrir vinnuvikuna og djammið um næstu helgi. Ég er líka orðin sannfærð um að vinnuvikur eigi ekki að vera nema fjórir dagar og kannski ég vinni bara samkvæmt því framvegis. Verst að ég þjáist af afskaplegri ómennsku og leti í þessu veikindafríi og nenni ekki einusinni að elda mér mat.
En þrátt fyrir það eða kannski einmitt þess vegna ætla ég að setja hér inn uppskriftina handa konunni sem á fulla frystikistu af hakki.

Ítalskt kakkabuff með sveppa og tómatsósu
170 gr. hakk
25 gr. hakkaður laukur
30 gr. brauðrasp
10 gr. undanrennuduft
salt og sítrónupipar
1/2 tsk. olía
Allt hrært saman og mótað í buff. sem eru léttsteikt eru upp úr olíunni.

Tómatsveppasósa

50 gr. laukur
100 gr. flysjaðir tómatar, má vera úr dós.
100 gr. sveppir í sneiðum, mega lika vera úr dós
uþb. 1 matsk. tómatmauk(purre)
1 stk pressað hvítlauksrif (ath að 1 teningur af frosnum hvítlauk samsvarar 3 hvítlauskrifjum)
1 tsk oregon
salt og sítrónupipar

1/2 tsk olía

Hakkið laukinn og hitið í olíunni,bætið tómötum, sveppum tómatmauki, hvítlauk, oregon, salti og sítrónupipar í.
Eldið sósuna í uþb. 5 mín.
Leggið buffin í sósuna og látið sjóða. Þetta á að bera fram vel heitt.

ath.
prófið að hakka steinselju í farsið.

---------------------
Þannig var nú það og nú er hægt að elda úr fullri frystikistu af hakki. Og frysta aftur tilbúið í örbylgjuofninn.

Engin ummæli: