26. janúar 2007

Á miðvikudag verð ég þarna.

,,Strandminjar og sjóskrímsli í Sjóminjasafni Reykjavíkur



Fortíðarvandi og framtíðarmöguleikar. Minjar um útgerð og lífið við strendur landsins frá sjónarhóli fornleifaverndar, kynning á lögum um verndun minja og þeim stofnunum sem framfylgja þeim.

Staða verndun og rannsóknir á strandminjum.

Þetta er meðal þess sem Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins fjallar um á fyrirlestrakvöldi Íslenska vitafélagisins miðvikudagskvöldið 31. janúar í Sjóminjasafninu – Víkin í Reykjavík.

Einnig mun Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður á rúv segja frá sjó- og vatnaskrímslum á Íslandi. Þorvaldur hefur um áratugaskeið safnað frásögnum, bæði rituðum og munnlegum af sjó og vatnaskrímslum við strendur Íslands og vinnur nú að útgáfu fræðirits um þetta efni.

Staður og stund: Sjóminjasafnið – Víkin, Grandagarði 8 Reykjavík kl. 20:30
"

Skyldi einhver sem ég þekki vilja koma með?

Vitar

PS.
Þetta var ritskoðað og leiðrétt.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Prentvilla, puttavilla, meinvilla?
Mér fannst þetta vera 29. janúar.
Miðvikudag þá.