30. janúar 2007

Ahhhhhh

Það á eftir að taka dágóðan tíma að ná niður hjartaslættinum og skjálftanum úr útlimunum eftir þenna blessaðan handboltaleik. Svakalegt!
En svona er lífið og við því er lítið að gera.

Ég er að reyna að keyra mig niður úr vinnugírnum, var tilbúin til að fara og vinna í allt kvöld en fannst skynsamlegt að sleppa því. Í svona törnum hættir maður stundum að geta hætt að vinna, vinnan verður svona eins og ósjálfráð líkamsstarfsemi.

Langar í sund og heitan pott eða heitan pott einhverstaðar úti í sveit þar sem maður sér til himins. Ætli ég láti ekki heitt bað og sjónvarpsgláp nægja í kvöld.
Á morgun er það Esjan og sjódraugarnir.

Engin ummæli: