20. desember 2006

Ætlaði að skreppa í Garðabæinn áðan en sem betur fer með viðkomu í Kópavoginum, ég slapp naumlega frá því að lenda niður á Hafnarfarðarveginn þegar mér tóks með snarræði og náttlega snildarakstri að beygja til hægri og koma niður við Sunnuhlíð. Annars væri ég ennþá í röðinni yfir Kópavogslækinn.
Þessu svigi fylgdi akstur fram hjá Kvennafangelsinu og ég velti þvi fyrir mér hvort jólaljósaloftbelgurinn yfir útidyrunum væri á einhvern hátt táknrænn og þá hver hjá Fangelsismálastofnun hafi þennan húmor.

Ég þarf að taka til og ég er að spá í að spila playlista sonarins undir verkunum. Núna hljómar í tölvunni St Anger með Metalica. Ætli Brave New World Iron Maden fari inn á Media Playerinn næst.
Svo upp með tiltektarhúmorinn.

Engin ummæli: