20. desember 2006

Siðferðisbrestir

Ég nenni ekki að eyða tíma í að tjá mig um allt bullið sem er í gangi en tek undir með sumum ræðumönnum.

Getum við réttlætt okkar eigin hegðun með því að einhver sé perri, glæpamaður eða aumingi. Réttlæta siðferðisbrestir annara okkar eigin siðferðisbresti.
Myndum við vilja sitja undir dómi götunnar og þeirra sem ekki þora að koma með ásakanir undir fullu nafni heldur velja þann kostinn að skjóta menn í bakið eða skjóta fyrst og spyrja svo, ef okkur yrði eitthvað á eða erum við öll svo fullkomin að það sé ekki hætta á að við eða okkar lentu í aðstæðum þar sem einhverjum þætti ástæða til að dreifa um okkur sögum.
Er engin hætta á mistökum dómstóla götunnar og eru þeir dómarar tilbúnir til að axla ábyrgð?

Bara nokkrar spurningar sem koma upp í hugann í fjölmiðlafárinu þessa dagana. Þetta eru ekki hugleiðingar um sekt eða sakleysi einstakra manna.

Engin ummæli: