29. desember 2006

Árið

Það hefur verið venja á Íslandi á aðventu að kveðja fólk með ósk um gleðileg jól þegar maður á ekki von á að hitta viðkomandi aftur fyrr en eftir jólin.
Aftur á móti hefur aldrei verið venja að óska fólki gleðilegs árs fyrr en nýja árið er gengið í garð. Það er eðlilegur hlutur að reikna með að sjá flesta sem maður þekkir aftur áður en næsta ár er liðið og því engin ástæða til að koma með þessar óskir fyrr en þá.
Þessum venjum er fólk að rugla saman í gríð og erg og núna kveðja mig allir vinnufélagarnir sem yfirgefa svæðið með ávarpinu ,,Bless og gleðilegt ár" Ég kann bara ekki við að leiðrétta þessa villu hjá þeim, þetta er svo fallega meint, en jafn vitlaust fyrir það!
Þið þrjú og þessi tvö í viðbót sem lesa þetta stundum- ekki óska mér gleðilegs árs fyrr en nýja árið er runnið upp!
Megi helgin vera ykkur ljúf.

Engin ummæli: