29. desember 2006

Í öllum hornum

Í einu horninu á stofunni er uppstilling sem ég var byrjuð að teikna, í öðru horni er strammi sem ég var byrjuð að sauma í, í kjallaranum er púsla sem ég var byrjuð að púsla og í eldhúsinu liggur bók sem ég ætla að lesa. Í kollinum er ég með einhverjar hugmyndir um að ég þurfi aðeins að sinna félagsmálapakkanum.
Ég er að hugsa um að halda áfram að læra á trévatnslitina sem ég fékk í jólagjöf. Svo er víst ekki bíó fyrr en 22:50. Litla langa barnið mitt ætlar að fara í bíó með mér, það hefur hann ekki gert síðan við fórum á þrefalda Hringadróttinssögu hérna um árið.

Engin ummæli: