23. desember 2006

Ljóð

Ég keypti ljóðabók í gær og ætla að gefa hana í jólagjöf. Kannski tími ég því ekki og sting henni bara í mína eigin bókahillu!
Ég ætla að leyfa mér að birta eitt sýnishorn úr bókinni.

A
Abbadísirnar aðframkomnar, aðgætnar, aðstoðuðu afmynduðu afríkubúana. Afríkumennirnir afskaplega afskræmdir, afsprengi afturhaldssemi, afvegaleiddrar afþreyingar. Agalegt AIDS-ið akkilesarhæll albræðranna. Aleyðing algeng, algjör. Alheimsviðbrögð alhvítingjanna - alljafnan allfárra - allsekki alltaf almennileg. Alnæmisssmitin alvarlegt alþjóðamál, alþjóðastaðlarnir amalegir.

Þessi snilld er eftir Óttar M Norðfjörð.




Og til að viðhalda klígjunni frá því í gær ætla ég að henda hérna inn því sem er kallað ljóð og fólki boðið upp á að skreyta vefkortin sín með.

Frá bróður til systurElsku engillinn minn
Ég sakna þín svo mikið
Þú veist ekki hve mikils virði þú ert mérog hvað ég elska þig út af lífinu
- - - - - - - -
Ég veit að við erum ekki mikið saman en við bætum úr því
Það er sama hvað það er sem þarf að takast á viðhvort sem er gleði eða sorg
Ég mun alltaf vera til staðar til að gleðjast með þérog tilbúinn til að styðja við bakið á þér
Þú getur alltaf leitað til mínað nóttu sem degi
Ég mun ávallt vera til staðar fyrir þig
Þú ert mér allt
Ég elska þig út af lífinu
ÁstarkveðjaÞinn bróðir

Vá!
Mínir bræður færu sko beint á stofnun Sjúkraliðans ef ég sæi svona þvælu fá þeim og þar að auki er ekkert í þessu sem er ljóðrænt.

Engin ummæli: