22. desember 2006

Í dag og í gær

Í gær sá ég fölgulan flekk í Esjunni, það var eins og opinberun, ég var búin að gleyma gula fíflinu eftir alla þessa þoku undanfarna daga.

Í dag sé ég Esjuna í grárri móðu handan við Grafarvoginn, það er gott að vita af henni þegar verður gönguveður á næsta ári.

Ég ætlaði að senda eitt eða tvö vefkort af því eg er of löt til að skrifa á þau en þegar ég fór að skoða ljóðin sem hægt var að bæta inn á kortin á vefkort.is fékk ég klígju og hætti snarlega við.
Mér blöskrar alveg þessi yfirdrifna og velgjulega væmni.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Ég veit þau voru sko amerísk. En auðvitað þarf ég ekki að hafa ljóð með. Ég bara slysaðist til að lesa þau og missti kortalystina við það!