17. desember 2006

Jólaföndur og grannar

Búin að föndra eina og hálfa pottaskreyting, klára köflóttann sokk, þann fyrri kláraði ég fyrir einu og hálfu ári, plasta bók sem ég var með í láni hjá Sjúkraliðanum, leggja grunn að föndri í glerkúlur og drekka slatta af kaffi.
Sjúkraliðinn stimplaði jólakort og byrjaði að teikna pottaskreytingu á kort líka. Ég vona að hún klári það.
Grannkona mín og vinkonur hennar eru í Sing Star áður en þær leggja leið sína í miðbæinn. Ein og ein þurfa þær að fara og ræða prívat við kærasta eða vinkonur í gsm símana og þeim finnst besti staðurinn til þess vera undir stofuglugganum mínum.
Gaman að þessu en sem betur fer á ég eyrnatappa og þá ætla ég að nota þegar ég fer að sofa.

Ég á frí á morgun!
Ég ætla að pakka inn tveimur jólagjöfum og kannski kaupa eina.

Engin ummæli: